Aðildarviðræður Íslands við ESB
Tímaröð atburða frá því að utanríkisráðherra leggur fram þingsályktunartillögu um aðildarumsókn til dagsins í dag.
Kíktu á myndir, myndbönd og fréttir tengdum aðildarviðræðunum. ;xNLx;;xNLx;[Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu aðildarviðræðnanna viðræður.is](http://www.vidraedur.is/)
2009-05-28 00:00:00
Þingsályktunartillaga lögð fram
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, leggur fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.
2009-07-16 00:00:00
Alþingi ákveður að sækja um
Alþingi samþykkir að að fela ríkisstjórn Íslands að leggja inn umsókn um aðild að ESB.
2009-07-23 00:00:00
Litháíska þingið styður aðldarumsókn Íslands
Litháíska þingið samþykkti í dag samhljóða yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og önnur aðildarríki ESB hvött til að gera slíkt hið sama.
2009-07-23 00:00:00
Formleg aðildarumsókn afhent
Utanríkisráðherra afhendir Carl Bildt umsókn Íslands um aðild að ESB.
2009-07-27 10:37:40
Umsókn Íslands vísað til framkvæmdastjórnar
Ráðherraráð Evrópusambandsins, sem í eiga sæti utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins, samþykkir einróma að vísa umsókn Íslands til framkvæmdastjórnar ESB.
2009-09-09 00:00:00
Spurningalisti ESB afhentur íslenskum stjórnvöldum
Spurningalisti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins berst til Íslands en hann innihélt rúmar 2500 spurningar til íslenskra stjórnvalda.
2009-10-22 13:54:34
Spurningalista ESB svarað
Íslensk stjórnvöld skila inn svörum við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem er hluti af samræmdu umsóknarferli að ESB. Á grundvelli svara íslenskra stjórnvalda mun framkvæmdastjórnin gefa leiðtogaráði ESB álit sitt á hæfni Íslands til að gerast aðili að Evrópusambandinu.
2009-11-02 00:00:00
Aðalsamingamaður Íslands skipaður
Utanríkisráðherra felur Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stefán Haukur er einn reyndasti samningamaður Íslands á alþjóðavettvangi. Hann hefur verið sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel frá árinu 2005.
2009-11-04 00:00:00
Samninganefnd Íslands skipuð
Utanríkisráðherra skipar samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Í samninganefndinni sitja, auk aðalsamningmanns, formenn tíu samningahópa og sjö aðrir nefndarmenn.
2009-11-11 00:00:00
Fyrsti fundur samninganefndar Íslands
Samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið hélt sinn fyrsta fund í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ávarpaði nefndina í upphafi fundar og vísaði til álits meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um verklag, áherslur og hagsmuni Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum.
2009-12-09 00:00:00
Samningahópar Íslands skipaðir
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skipar samningahópana tíu sem starfa munu með samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Í hópunum eiga sæti fulltrúar ráðuneyta og stofnana, hagsmunaaðila, félagasamtaka og háskólasamfélagsins.
2010-02-24 00:00:00
Álit framkvæmdastjórnar ESB á umsókn Íslands
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gaf í dag út álit um aðildarumsókn Íslands að ESB.
2010-04-22 00:00:00
Þýskaland ákveður að styðja umsókn Íslands
Þýska sambandsþingið samþykkir að styðja aðildarviðræður Evrópusambandsins við Íslands með yfirgnæfandi meirihluta.
2010-06-17 00:00:00
Leiðtogaráð samþykkir að hefja viðræður
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Ákvörðunin kemur í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB í áliti hennar um aðildarumsókn Íslands frá því í lok febrúar á þessu ári.
2010-06-27 00:00:00
Aðildarviðræður hefjast formlega
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra flutti í dag inngangsræðu á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins sem markaði upphaf aðildarviðræðna Íslands við ESB.
2010-07-07 00:00:00
Evrópuþingið styður ákvörðun um aðildarviðræður
Þingmenn Evrópuþingsins lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Evrópusambandsins að hefja aðildarviðræður við Ísland í ályktun sem samþykkt var á þinginu í dag. Þingmaðurinn Christian Dan Preda lagði fram ályktunina en hann kom til Íslands til að kynna sér stöðu mála og undirbúning Íslendingar í maí sl.
2010-11-09 00:00:00
Framvinduskýrsla ESB um Ísland birt
Framkvæmdastjórn ESB birti í dag skýrslu um framvindu samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins um aðild að ESB.
2010-11-15 00:00:00
Rýnivinna hefst
Rýnivinna Íslands og Evrópusambandsins hefst með rýnifundum íslenskra sérfræðinga og sérfræðinga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til undirbúnings samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB.
2011-06-20 00:00:00
Rýnivinnu lýkur
Við rýnivinnunna hafa sérfræðingar frá Íslandi og Evrópusambandinu borið saman löggjöf í þeim 33 efnisköflum sem aðildarviðræðurnar munu snúast um.
2011-06-27 00:00:00
Efnislegar samningaviðræður hefjast
Tekin var ákvörðun um að hefja viðræður í fyrstu fjórum köflum aðildarviðræðna Íslands og var samningsafstaða Íslands í köflunum lögð fram.
2011-11-07 00:00:00
Samráðshópur skipaður
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skipaði í dag formann og varaformenn samráðshóps í tengslum við samningaviðræður við Evrópusambandið.
2011-12-12 00:00:00
Þriðja ríkjaráðstefna Íslands og ESB
Á ríkjaráðstefnunni voru viðræður um 5 kafla opnaðar, en fjórum þeirra lokið samdægurs.
2012-01-19 00:00:00
Utanríkisráðherra í Rúmeníu
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundar með starfsbræðrum í Rúmeníu.
2012-01-25 00:00:00
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Brussel
Steingrímur J. Sigfússon fundar með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
2012-01-27 00:00:00
Kýpur heitir fullum stuðningi
Í opinberri heimsókn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra til Kýpur hét Erato Kozakou-Marcoullis utanríkisráðherra Kýpur öflugum stuðningi við umsókn Íslendinga í formennskutíð landsins í Evrópusambandinu. Kýpur tekur við formennskunni af Dönum í júní.
2012-02-02 00:00:00
Skýrsla um þróun efnahagsmála send ESB
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrslu um íslensk efnahagsmál (Pre-Accession Economic Programme).
2012-02-24 00:00:00
Fyrsti fundur samráðshóps
Samráðshópur í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu hélt sinn fyrsta fund í utanríkisráðuneytinu föstudaginn 24. febrúar.
2012-03-06 00:00:00
Danir styðja aðild Íslands
Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur, ítrekaði í heimsókn sinni til Íslands stuðning Dana við aðildarumsókn Íslands.
2012-03-07 00:00:00
Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherra Frakka
Utanríkisráðherra fundaði með kollega sínum frá Frakklandi þar sem þeir ræddu m.a. um stöðuna í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og gjaldmiðilsmál.
2012-03-14 00:00:00
Evrópuþingið ályktar um framvinduskýrslu 2011
Evrópuþingið samþykkti í dag ályktun sem snýr að samþykkt þingsins á skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um framvindu samningaviðræðna Íslands og ESB um aðild að sambandinu. Þar með lýkur allri umræðu um framvinduskýrsluna.
2012-03-20 00:00:00
Samningsafstaða Íslands í 7 köflum birt
Samningsafstaða Íslands í sjö köflum samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins hefur verið birt á heimasíðu viðræðnanna esb.utn.is.
2012-03-30 00:00:00
Fjórir kaflar opnaðir og tveimur lokað
Samningaviðræður hófust um fjóra samningskafla í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins á ríkjaráðstefnu í Brussel. Viðræðum lauk samdægurs um tvo þeirra þ.e. um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, og um neytendamál og heilsuvernd. Frekari viðræður verða um hina samningskaflana en þeir fjalla um samkeppnismál og orkumál.
2012-04-01 00:00:00
Jafnt og þétt
Grein aðalsamningamanns, Stefáns Hauks Jóhannessonar, og beggja varaformanna samninganefndar Íslands, Bjargar Thorarensen og Þorsteins Gunnarssonar, um gang aðildarviðræðnanna er birt í Fréttablaðinu.
2012-04-03 00:00:00
Fundur sameiginlegu þingmannanefndarinnar
Sameiginlega þingmannanefnd Alþingis og Evrópuþingsins fundaði í Reykjavík í dag. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpaði fundinn og fór m.a. yfir stöðuna í aðildarviðræðum Íslands og ESB.
2012-04-26 00:00:00
Evrópumál í skýrslu ráðherra
Utaníkisráðherra lagði í dag árlega skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál fyrir Alþingi. Evrópumálin eiga þar sinn sess, bæði aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið sem og EES-samstarfið.
2012-05-03 00:00:00
Samningsafstaða Íslands birt í köflum 1 og 14
Samningsafstaða Íslands fyrir kafla 1 um frjálsa vöruflutninga og fyrir kafla 14 um flutningastarfsemi var birt í dag á vef aðildarviðræðnanna, viðræður.is.
2012-05-11 00:00:00
Tímasett áætlun um byggða- og sveitarstjórnarmál
Tímasett aðgerðaáætlun um hvernig undirbúningi á sviði byggða- og sveitarstjórnarmála verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur verið afhent framkvæmdastjórn og aðildarríkjum ESB.
2012-05-24 00:00:00
Stefan Füle á Íslandi
Stefan Füle, framkvæmdastjóri stækkunarmála Evrópusambandins, hóf heimsókn til Íslands í dag. Füle fundaði með utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samráðshópi áður en hann hélt í ferð um Suðurland. Þar var Hellisheiðarvirkjun heimsótt sem og Hveragerði og Árborg. Í lok dags mun Füle funda með forsætisráðherra. Á morgun mun hann hitta forseta Alþingis og fulltrúum úr utanríkismálanefnd.
2012-06-08 00:00:00
Opnunarviðmið í byggðarmálum uppfyllt
Opnunarviðmið sem sett var fyrir samningskaflann um byggðamál í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið uppfyllt af hálfu íslenskra stjórnvalda.
2012-06-11 00:00:00
Samningsafstaða fyrir kafla 9 og 24 birt
Samningsafstaða Íslands varðandi fjármálaþjónustu annars vegar og dóms- og innanríkismál hins vegar í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á heimasíðunni viðræður.is
2012-06-22 00:00:00
Þrír kaflar opnaðir
Þrír kaflar voru opnaðir í viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands á sérstakri ríkjaráðstefnu í Brussel.
2012-07-13 06:09:15
Aðgerðaáætlun á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar
Tímasett aðgerðaáætlun um hvernig undirbúningi á sviði landbúnaðar- og dreifbýlisþróunar verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur verið afhent framkvæmdastjórn og aðildarríkjum ESB.
2012-08-28 17:51:13
Samningsafstaða fyrir kafla 29 og 30 birt
Samningsafstaða Íslands varðandi tollabandalag annars vegar og utanríkistengsl hins vegar í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á heimasíðunni viðræður.is
2012-09-10 17:51:13
Samningsafstaða um kafla 17 birt
Samningsafstaða Íslands í aðildarviðræðum Íslands og ESB varðandi 17. kafla um efnahags- og peningamál hefur verið birt á viðræður.is.
2012-09-13 17:51:13
Samningsafstaða fyrir kafla 22 birt
Samningsafstaða Íslands varðandi byggðastefnu Evrópusambandsins í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á viðræður.is.
2012-09-18 17:51:13
Samningsafstaða fyrir kafla 27 birt
Samningsafstaða Íslands varðandi umhverfismál í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á viðræður.is.
2012-09-25 17:51:13
Samningsafstaða fyrir kafla 16 birt
Samningsafstaða Íslands varðandi skattamál í aðildarviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á viðræður.is.
2012-10-10 17:51:13
Jákvæð framvinduskýrsla um Ísland
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í dag skýrslu um framvindu samningaviðræðna Íslands og ESB um aðild að sambandinu. Skýrslan er jákvæð um Ísland og kemur fram að aðild Íslands komi báðum til góða.
2012-10-10 17:51:13
Opnunarviðmið í landbúnaðarmálum uppfyllt
Opnunarviðmið sem sett var fyrir samningakaflanum um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið uppfyllt af hálfu íslenskra stjórnvalda.
2012-10-22 17:51:13
ESB reiðubúið til viðræðna um kafla 3 og 3
Íslenskum stjórnvöldum hefur borist staðfesting frá formennskuríki Evrópusambandsins, Kýpur, þess efnis að sambandið sé reiðubúið til að hefja viðræður um samningskafla 3 um staðfesturétt og þjónustufrelsi og kafla 4 um frjálsa fjármagnsflutninga.