Vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur

Vistvæn opinber innkaup hafa eflst mjög síðasta áratug enda öflugt tæki til að draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði, þau hvetja til nýsköpunar og eru drifkraftur í grænu hagkerfi. Tímalínan gefur yfirlit yfir forsögu verkefnisins, helstu áfanga og verkefni í vinnslu. Athugið að dagsetningar eru ekki nákvæmar og í sumum tilvikum námundun.

Íslenska ríkið kaupir vörur og þjónustu fyrir um 150 milljarða króna á ári. Í Evrópu eru opinber innkaup talin nema um 18% af vergri þjóðarframleiðslu. Miðað við þetta hlutfall má áætla að opinber innkaup á Íslandi séu um 300 milljarðar á ári, þar af kaupa sveitarfélög vörur og þjónustu fyrir um 150 milljarða á ári. Ljóst er að áhrifamáttur opinberra innkaupa er mikill. Með því að setja skýrar kröfur um umhverfissjónarmið í opinberum innkaupum gefst tækifæri til að hvetja til nýsköpunar og virkrar samkeppni um vistvænar vörur og þjónustu á markaðinum. Um leið er stuðlað að því að draga verulega úr umhverfisáhrifum innkaupa og neyslu í opinberri starfsemi og samfélaginu öllu.;xNLx;;xNLx;Vistvæn innkaup fela í sér margs konar ávinning fyrir kaupendur, seljendur og samfélagið allt.;xNLx;;xNLx;Vistvæn innkaup er að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.

1998-05-01 14:36:19

Umhverfisstefna í ríkisrekstri

2000-04-01 14:36:19

Bæklingur um vistvæn innkaup

Útbúinn bæklingur um vistvæn innkaup

2002-04-01 14:36:19

Velferð til framtíðar

Stefna ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun “Velferð til framtíðar” var samþykkt. Innkaupareglur og umhverfisstefnur ýmissa sveitarfélaga

2002-05-01 14:36:19

Innkaupastefna ríkisins - áherslubreytingar

Samþykkt var Innkaupastefna ríkisins þar sem m.a. segir: “Við innkaup skal tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða...

2003-04-01 14:36:19

Samstarfshópur

Verkefnið Vistvæn innkaup (VINN) varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Meginþættir verkefnisins eru að þróa vistvæn innkaup, upplýsa og aðstoða. Aðstandendur verkefnisins: Fjármálaráðuneytið, umhverfisráðuneytið, Ríkiskaup, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hafnarfjarðarbær og Reykjavíkurborg. Samstarfshópurinn hafði hist reglulega og kynnt sér innleiðingu vistvænna innkaupa erlendis, einkum í Gautaborg. Áherlsur í Gautaborg voru á fræðslu. Fyrstu skref vistvænna innkaupa hér á landi voru því á fræðslu. Heimsóttar voru stofnanir og sveitarfélög.

2006-05-01 14:36:19

Vistvæn innkaup þema á ráðstefnu Ríkiskaupa

Haldin voru sérstakar málstofur um vistvæn innkaup og líftímakostnað (e. Life Cycle Costing). Ríkiskaup halda reglulega ráðstefnur sem sóttar eru af birgjum og innkaupafólki.

2007-05-01 14:36:19

Heimsóknir í stofnanir

Heimsóttar voru stofnanir Umhverfisráðuneytisins til að greina stöðu innkaupa og undirbúa innleiðingu.

2008-05-08 14:36:19

Vefur um vistvæn innkaup

Útbúinn var vefur með fræðsluefni og verkfærum um vistvæn innkaup.

2009-03-27 14:36:19

Stefna um vistvæn innkaup undirrituð

Stefnan var með áherslur á fimm lykilsvið: FÓLK: Byggja upp færni, fræðsla og upplýsingar SÝN: Leiða með fordæmi, stefnumótun og samskipti INNKAUPAFERLI: Fjarlægja hindranir og bæta aðgengi, verkfæri og samþætting BIRGJAR: Grípa tækifærin, virkjun birgja EFTIRFYLGNI: Stöðugar umbætur, mælingar og endurgjöf Til að koma á vistvænum innkaupum var lögð áhersla á að vinna á öllum lykilsviðum samtímis. Gert var ráð fyrir að stig af stigi væri unnið að vistvænum innkaupum með því að leggja grunn, samþætta, iðka, efla og leiða.

2011-10-01 11:43:05

Verkfæri við innleiðingu vistvænni innkaupa

Verkfæri við innleiðingu á 1. stigi vistvænna innkaupa voru mótuð af vinnuhóp og eru: Aðgerðalisti fyrir stofnanir Form fyrir grænt bókhald Sniðmát fyrir innkaupareglu Bréf til birgja Hugmyndalisti fyrir vistvænan rekstur Innkaupagreining

2011-10-13 14:36:19

Græna hagkerfið - Tillaga um eflingu

Haustið 2011 kom fram tillaga frá nefnd Alþingis um Eflingu græns hagkerfis á Íslandi. Sjálfbær hagsæld – samfélag til fyrirmyndar. Í skýrslunni er framtíðarsýn og tillögur að 48 aðgerðum til að efla Grænt hagkerfi á Íslandi. Stýrihópur kom að mótun og umsögn þessarar tillögu. Þar er að finna fjórar aðgerðir sem eingöngu snúa að vistvænum innkaupum enda eru vistvæn innkaup afar áhrifamikil tæki á markaði og geta skipt sköpum um eflingu græna hagkerfisins. Vistvæn innkaup falla undir aðgerðir þar sem hið opinbera er fyrirmynd og áhrifavaldur vegna kaupmáttar hins opinbera. Formenn stýrihóps og vinnuhóps hafa verið í viðræðum við verkefnisstjórn græna hagkerfisins um nánari útfærslu.

2012-01-03 14:36:19

Innleiðingaráætlun um vistvæn innkaup hjá stofnunum

Fræðsluefni og fræðsluáætlun 2011-2012 voru útbúin fyrir stofnanir. Á vegum vinnuhóps og stýrihóps var þróuð kynning og verkfæri til að auðvelda vinnu og innleiðingu á vistvænum innkaupum. Fræðsluáætlunin var gerð fyrir árið 2012 og fékk meirihluti stofnana (alls um 200 A-hluta) kynningarfund og vinnustofu; 1. Stig innleiðingar á vistvænum innkaupum. Gafst vel að fjármálaráðuneytið sendi bréf á önnur ráðuneyti og forstjóra stofnanna sem tilnefndu fulltrúa sína. Sjá nánar í minnisblaði vinnuhóps um vistvæn innkaup – staða í nóvember 2012.

2012-04-01 14:36:19

Grænt bókhald - Fyrstu skil

Mótað var verkfæri fyrir stofnanir. Eftir innleiðingarfundi 2011-2013 var óskað eftir skilum á grænu bókhaldi stofnana. 16 stofnanir skiluðu fyrir árið 2011.

2012-12-13 14:36:19

Endurbætur á vef um vistvæn innkaup

Árið 2011 var vefurinn www.vinn.is endurbættur með hliðsjón af reynslu og þörfum markhópa. Gerðar voru breytingar á uppsetningu, vörumerki vistvænna innkaupa og efni endurskoðað og einfaldað. Myndband um vistvæn innkaup var staðfært úr dönsku. Nýjum þáttum var bætt við s.s.; erlendar fréttir um vistvæn innkaup (RSS-feed), orðalisti, leiðbeiningar ýmis konar og verkfæri vinnuhóps fyrir innleiðingu. Fréttir hafa verið reglulega færðar inn, að meðaltali tvær fréttir á mánuði.

2013-02-14 14:36:19

Græna hagkerfið - Verkefnisstjórn

Haustið 2011 kom fram tillaga frá nefnd Alþingis um Eflingu græns hagkerfis á Íslandi. Sjálfbær hagsæld – samfélag til fyrirmyndar. Í skýrslunni er framtíðarsýn og tillögur að 48 aðgerðum til að efla Grænt hagkerfi á Íslandi. Stýrihópur kom að mótun og umsögn þessarar tillögu. Þar er að finna fjórar aðgerðir sem eingöngu snúa að vistvænum innkaupum enda eru vistvæn innkaup afar áhrifamikil tæki á markaði og geta skipt sköpum um eflingu græna hagkerfisins. Vistvæn innkaup falla undir aðgerðir þar sem hið opinbera er fyrirmynd og áhrifavaldur vegna kaupmáttar hins opinbera. Formenn stýrihóps og vinnuhóps hafa verið í viðræðum við verkefnisstjórn græna hagkerfisins um nánari útfærslu.

2013-03-01 14:36:19

Könnun - Staða vistvænna innkaupa og græns ríkisreksturs

Vegna endurskoðunar á núgildandi stefnu var gerð könnun á stöðu vistvænna innkaupa og vistvæns ríkisreksturs hjá ríkisstofnunum. Könnunin var framkvæmd í byrjun árs 2013. Könnunin leiðir í ljós að umhverfismálin eru komin á dagskrá og að stofnanir eru almennt jákvæðar að hefja frekari innleiðingu.

2013-04-01 14:36:19

Grænt bókhald - skil fyrir 2012

Nú er verið að vinna í skilum fyrir 2012. Í nýrri stefnu er óskað eftir því að stofnanir skili inn. Þannig er auðvelt að bera sig saman og setja sér markmið.

2013-04-01 14:36:19

Kynjagreining

Ríkisstjórn Íslands samþykkti stefnu um vistvæn innkaup í mars 2009 og endurnýjaði í apríl 2013. Fyrri stefnan, sem jafnframt var aðgerðaáætlun stjórnvalda í vistvænum opinberum innkaupum, gilti út 2012 en núverandi stefna gildir til ársloka 2017. Fyrri stefna var kynjagreind og var tekið mið af greiningunni við mótun þeirrar stefnu sem tók gildi í apríl 2013.

2013-04-09 14:36:19

Ný stefna: Vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur

Ný stefna um vistvæn innkaup var samþykkt í apríl 2013. Stefnan nær einnig til græns ríkisreksturs. Í áætlun um Græna hagkerfið er kveðið á um að stofnanir innleiði grænni starfsemi auk þess kom í ljós við innleiðingu á vistvænum innkaupum aukinn áhugi á að vinna meira með grænkun reksturs almennt hjá stofnunum.

2013-04-10 14:36:19

Málþing - Grænn opinber rekstur

Í tilefni af endurskoðaðri stefnu og niðurstöðum könnunar forstöðumanna var haldið málþing stofnana. Velt var upp spurningunni hversu vistvænn er opinber rekstur, farið yfir niðurstöður könnunar og gefin dæmi um faglegan og fjárhagslegan ávinning stofnana. Haldin voru áhugaverð erindi með góðum dæmum, sjá hér: Ný stefna um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hversu vistvænar eru opinberar ríkisstofnanir í rekstri sínum? Niðurstöður nýrrar könnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, skrifstofustjóri í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ávinningur af umhverfisstarfi-reynslusögur. Umhverfisstefna sem bítur? - umhverfisstarf á Landspítala.Birna Helgadóttir, verkefnisstjóri umhverfis- og samgöngumála hjá LSH. Efnahagslegur ávinningur af vistvænum útboðum - ræstingaútboð hjá Reykjavíkurborg. Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. Árangur af umhverfisstarfi með þátttöku starfsmanna. Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri rekstrarsviðs ÁTVR. Að erindum loknum var opið fyrir fyrirspurnir og umræður í pallborði. Í pallborði sátu auk frummælenda Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa. Fundarstjóri var Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Að málþinginu stóðu fjármála- og efnahagsráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

2013-04-19 14:36:19

Facebook-síða

Stofnuð var facebook-síða sem hugsuð er sem vettvangur fyrir kynningar og leið fyrir starfsmenn ríkisstofnana til spyrja einfaldra spurninga og deila reynslu.

2013-09-05 14:36:19

Líftímakostnaður - reiknivélar

Lágt verð vöru þýðir ekki endilega að varan sé ódýr þegar allt er talið. Meira að segja getur rekstur vörunnar verið margfalt dýrari en innkaupaverð vörunnar. Það á t.d. við um prentara og bíla. Ein leið til að reikna heildarkostnað vöru er að greina líftímakostnað (e. Life Cycle Costing, LCC). Líftímakostnaður er innkaupaverð vöru auk kostnaðar við rekstur, viðhald og förgun.

2013-10-01 14:36:19

Umhverfisskilyrði

Stöðugt bætast við þýdd og staðfærð umhverfisskilyrði. Unnið er með Ríkiskaupum og öðrum hagsmunaaðilum eftir atvikum. Skilyrði sem bættust við eru pappírsvörur, símavörur, heimilstæki og tæki fyrir hljóð og mynd. Stuðst er við skilyrði frá EU-GPP og MSR aðallega, þ.e. frá ESB og Svíum.

2013-10-18 14:36:19

Græn skref stofnana – mótun

Græna hagkerfið lagði áherslu á að innleiða vistvænan rekstur, auk þess sem stofnanir hafa kallað eftir verkfærum og aðstoð. Stefna ríkisins segir að fyrir 2016 verði stofnanir búnar að gera rekstur sinn vistvænni.

2013-10-31 14:36:19

Endurskoðun á grænu bókhaldi – 2. útg.

Nú er komin út endurskoðuð og bætt útgáfa af grænu bókhaldi. Endurskoðunin byggir á reynslu stofnana og tillögum frá Landspítala, Umhverfisstofnun og ÁTVR sem allar hafa haldið grænt bókhald um nokkurt skeið og hafa nýtt sér það til hagræðingar. Gerð hafa verið tvö kennslumyndbönd sem fylgja útgáfu 2. Annars vegar kynning á skjalinu og hins vegar leiðbeiningar um hvernig skal slá inn upplýsingar

2014-04-02 14:36:19

Græn skref stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

12 stofnanir UAR tóku þátt í tilraunaverkefni um Græn skref stofnana á vormánuðum 2014. Stofnanirnar voru ánægðar með fyrirkomulagið: „Stofnanir eru mismunandi, ýmsir aðrir rekstrarþættir“ „Góður og einfaldur listi sem auðveldar stofnunum“ „Hjálpar fullt“ „Gagnlegt að fara yfir þessi atriði“ „Gott að njóta stuðnings hóps“ „Meiri meðvitund um málið hjá stafsmönnum“ Allar stofnanir ætla að vera búnar að ná fyrsta skrefinu haustið 2014 og nokkrar stofnanir ætla að ná skrefi 4 fyrir haustið.

2014-04-30 14:36:19

GRÆNT BÓKHALD - SKIL FYRIR 2013

Nú er verið að vinna í skilum fyrir 2013. Í nýrri stefnu er óskað eftir því að stofnanir skili inn. Þannig er auðvelt að bera sig saman og setja sér markmið.

2014-11-26 14:36:19

Morgunverðarfundur um Grænan ríkisrekstur

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landmælingar Íslands og Skipulagsstofnun eru fyrstu ríkisstofnanirnar til að aðlaga starfsemi sína Grænum skrefum í ríkisrekstri. Tíu aðrar stofnanir hafa skráð sig til leiks í verkefninu, sem hleypt var af stokkunum á Grand hótel Reykjavík í gær. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna og draga úr rekstrarkostnaði. Þær aðgerðir sem Grænu skrefin ná til snerta sex þætti, þ.e. innkaup, miðlun og stjórnun, fundi og viðburði, flokkun og minni sóun, rafmagn og húshitun og loks samgöngur. Skrefin eru innleidd í fjórum áföngum, en fimmta og síðasta skrefið sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi.

2014-11-26 14:36:19

Græn skref í ríkisrekstri

Græn skref í ríkisrekstri eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref.

Vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur

Launch
Copy this timeline Login to copy this timeline 3d Game mode

Contact us

We'd love to hear from you. Please send questions or feedback to the below email addresses.

Before contacting us, you may wish to visit our FAQs page which has lots of useful info on Tiki-Toki.

We can be contacted by email at: hello@tiki-toki.com.

You can also follow us on twitter at twitter.com/tiki_toki.

If you are having any problems with Tiki-Toki, please contact us as at: help@tiki-toki.com

Close

Edit this timeline

Enter your name and the secret word given to you by the timeline's owner.

3-40 true Name must be at least three characters
3-40 true You need a secret word to edit this timeline

Checking details

Please check details and try again

Go
Close